Nú nýverið festi Kolur ehf kaup á Volvo FH16 750 ásamt 3 öxla malbiksvagni frá Reisch. Við erum stolt af þessum nýja og fallega fák í tækjaflota okkar.

Nýji Volvoinn fær númerið D-4 sem áður var á samskonar Volvo sem er FH16 650 en þar áður var D-4 númerið á 6 hjóla framdrifs Bens.

Meðfylgjandi ljósmynd er fengin af facebook vef atvinnutækja Brimborgar en á myndinni eru Gunnbjörn Jóhannsson eigandi ásamt Jóhanni Óla syni hans.

Deila