25.5 C
Búðardalur
Þriðjudagur 28. janúar,2025
jag

J

óhann Ágúst Guðlaugsson fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum, Dalasýslu hinn 7. ágúst 1930.  Foreldrar hans voru Guðlaugur Magnússon, f. 31. ágúst 1893, d. 8. júní 1990, bóndi á Kolsstöðum í Dölum, og kona hans Einbjörg Jóhanna Magnúsdóttir, f. 3. sept. 1898, d. 23. okt. 1979. Jóhann átti eina systur, Mögnu Ingiríði, f. 16. feb. 1928, d. 12. des 1969.

Eftirlifandi kona Jóhanns er Steinunn Erla Magnúsdóttir, f. 5. feb. 1937. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson, f. 21. maí 1907, d. 17. júlí 1940, bóndi á Hólum í Reykhólasveit, A-Barð. og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir, f. 23. ágúst 1907, d. 1. mars 1973. Synir Jóhanns eru: 1) Árni Haraldur Jóhannsson, f. 14. jan. 1953, móðir Guðrún Lilja Árnadóttir, f. 6. ágúst 1934. Kona Árna (skildu) var Þórhalla K.H. Grétarsdóttir, f. 29. nóv. 1954. Synir þeirra eru: a) Guðmundur Viðar, f. 21. ágúst 1979, dóttir hans er Emilía Sól, f. 15. jan. 2002, móðir Guðrún Höskuldsdóttir, f. 25. sept. 1981, og b) Sigurður Jóhann, f. 14. des. 1982.

Eiginkona Árna er Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, f. 27. des. 1961. 2) Bjarni Jóhannsson, f. 15. jan. 1958, móðir Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 12. ágúst 1937, d. 10. feb. 2005. Eiginkona Bjarna er Ingigerður Sæmundsdóttir, f. 16. jan. 1969. Börn þeirra eru: a) Bryndís, f. 19. sept. 1990, b) Brynja, f. 19. sept. 1990, sonur Brynju er Jökull, f. 18. nóv. 2008, faðir Ólafur Aron Ingvason, f. 6. jan. 1984, og c) Sigurbergur, f. 28. feb. 1999. Synir Jóhanns og Steinunnar Erlu eru: 3) Gunnbjörn Óli Jóhannsson, f. 13. des. 1962, sambýliskona hans (slitu samvistir) var Erla Björk Stefánsdóttir, f. 16. nóv. 1969. Börn þeirra: a) Steinunn Margrét, f. 9. ágúst 1991, og b) Jóhann Óli, f. 29. nóv. 1993. 4) Jóhann Guðlaugur Jóhannsson, f. 31. jan. 1964, börn: a) Arnar Steinn, f. 13. des. 1988, b) Jóhann Gunnar, f. 8. okt. 1995, c) Tómas Ingi, f. 16. des. 1999, og d) Eva María, f. 17. ágúst 2004.

Jóhann vann meðal annars við vegagerð á sínum yngri árum. Árið 1955 stofnaði hann ásamt fjórum öðrum Vestfjarðaleið. Vestfjarðaleið var á sínum tíma frumkvöðull í ferðaþjónustu og hafði sérleyfi á fólksflutningum frá Reykjavík í Dali og á Vestfirði ásamt því að stunda hópferðaakstur víða um land. Árið 1960 sagði Jóhann skilið við fólksflutningaakstur og stofnaði ásamt 14 öðrum Vöruflutningamiðstöðina hf. sem var fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Hann stundaði um árabil, í eigin nafni, vöruflutningaakstur í Dali og á Barðaströnd. Einnig rak hann fyrirtæki til fjölda ára sem starfaði við verktakavinnu, vega- og mannvirkjagerð, snjómokstur og fleira allt til dauðadags. Jóhann lést á heimili sínu í Kópavogi laugardaginn 8. maí 2010.

– Blessuð sé minning Jóa Guðlaugs –